top of page

Heildræn meðhöndlun

 

Það sem átt er við með heildrænni meðhöndlun (enska:holistic treatment), er að maður lítur á manninn sem samverkandi heild huga, líkama, tilfinninga og andlegra þátta. Þegar einhverjir þessara þátta bresta, þá brestur líka heilbrigðið. Það er ekki hægt að sniðganga þetta með því að hugsa bara um einn þátt, eins og t.d. holdlega líkamann, og halda að maður leysi vandamálin með því að meðhöndla hann eingöngu. Það þarf að sjá þetta sem heild. Líkaminn er ekki bara vél sem maður getur gert við á verkstæði, heldur er hann háður öllum þessum samverkandi þáttum.Í heildrænni meðhöndlun er leitað að orsök vandamálsins og lögð áhersla á að fyrirbyggja sjúkdóma með því að styrkja ónæmiskerfið og hjálpa líkama viðkomandi að lækna sjálfan sig.

Meðferðir
  • b-facebook
bottom of page