top of page

Meðferðir

Heilun

 

Heilun (spiritual healing) er svo margt. Maður getur sagt að allir hafi einhvern tíma stundað heilun. Bara það að hugsa fallega til einhvers, er heilun. Máttur hugans er svo kröftugur. 

Heilarinn er notaður sem verkfæri fyrir æðri máttarvöld, sem senda heilandi lífsorku í gegnum hann. Það eru til fleiri aðferðir sem heilarar nota og engin gerir nákvæmlega eins.


Heilarinn stendur yfirleitt við viðkomandi og notar hendurnar til að senda lífsorku (prana, ki, chi, alheimsorka, ljós, kærleika, o.s.frv.).  Annað hvort hvílir heilarinn hendurnar á viðkomandi eða heldur höndunum fyrir ofan líkamann.  

 

Meðan á heilun stendur liggur heilunarþegan á bekk og meðferðin tekur venjulega einn klukkutíma.

 

En hver svo sem árangurinn er, þá er þetta mjög góð slökun. Það er mjög algengt að heilunarþeginn sofni á bekknum.   

  • b-facebook
bottom of page