top of page

Greinar

Orsakir sjúkdóma

 

Af hverju veikjumst við þrátt fyrir að líkaminn búi yfir ótrúlegustu hæfni til að verjast sjúkdómum? Við skulum hafa það alveg í hreinu að heilbrigður líkami veikist ekki af sjálfu sér. Að undanskildum slysum, smiti eða erfðarsjúkdómum, eru það oftast sálrænar orsakir, orsakir af samfélagslegum uppruna eða sjálfsvaldandi orsakir sem valda sjúkdómum.

Við öndum að okkur skaðlegum efnum. Við borðum og drekkum eiturefni og borðum of einhæfa fæðu. Sumir reykja eiturefni, beint eða óbeint. Við setjum skaðleg efni á húð okkar. Við hreyfum okkar of litið eða rangt. Við höfum fjarlægst náttúruna. Við bælum niður okkar náttúrulegu hvatir. Við erum neikvæð og getum ekki elskað skilyrðislaust. Það er engin furða að við veikjumst. Og þegar við veikjumst er okkur bent á að borða efni sem eru skaðleg fyrir ónæmiskerfi okkar.

Við getum læknað okkur sjálf, eða komið í veg fyrir flesta sjúkdóma með því að lifa heilbrigðu lífi og hugsa jákvætt. En stundum þurfum við aðstoð til að hjálpa líkama okkar að lækna sjálfan sig og styrkja ónæmiskerfið.

Það er mikilvægt að maður þurfi ekki að þjást. Til að koma í veg fyrir líkamlega þjáningu þarf stundum að grípa til lyflækninga. En það á bara  að vera til þess að maður geti tekið á móti lækningu á annan hátt. Maður leysir ekki vandamálið með því að lækna einkennin og afleiðingar sjúkdómsins. Maður þarf að finna orsök vandans. Þá geta óhefðbundnar meðferðir komið að góðu gagni.  

Það sem er mikilvægt að skilja er að líkaminn gerir það sem honum finnst  best í hvert sinn. Við þurfum að hlusta á líkama okkar. Sjúkdómar eru vernd gegn því að við höldum áfram á sömu braut. Líkaminn okkar er að segja okkur að við þurfum að gera ráðstafanir til þess að við veikjumst ekki ennþá meira. Þess vegna er mikilvægt að skilja að þegar við erum bara að halda sjúkdómseinkennum niðri með lyfjum, þá á líkaminn erfitt með að segja okkur hvað við ættum að gera til að losna við sjúkdóminn.

Það sem óhefðbundnar meðferðir gera, er að hjálpa líkamanum að hjálpa sér sjálfum og hjálpa viðkomandi að breyta til svo að honum líði betur.

Þegar ónæmiskerfið veikist af einhverri ástæðu á líkaminn erfiðara með að verjast sjúkdómum.

 

Það sem veikir ónæmiskerfið:

  • Öll örvandi og skaðleg efni eins og áfengi, fíkniefni, tóbak og koffín

  • Aukaefni eins og litarefni (E-efni) og rotvarnarefni í matvælum og drykkjum  

  • Leifar af skordýraeitri í grænmeti og ávöxtum, sem eru ekki lífrænt ræktaðar

  • Ofurneysla sykurs

  • Óheilbrigðar matarvenjur

  • Offita

  • Miklar sveiflur á líkamsþyngd

  • Of lítil hreyfing

  • Ofþjálfun

  • Mengun í lofti og vatni  

  • Áhrif rafsegulsviða

  • Allt sem við setjum á húð okkar sem ekki er lífrænt, svo sem sápur, svitavörn, förðunarvörur, krem  o.s.frv.

  • Læknislyf  

  • Bólusetning

  • Iðnaðarvörur eins og málning, leysisefni, þvottaefni o.s.frv.

  • Sýkingar og sníkjudýr

  • Langvarandi álag og streita

  • Depurð, sorg og áföll í lífinu

  • Niðurbrjótandi samskipti við aðra

  • Svartsýni og neikvæð viðhorf til lífsins

  • Þegar tilfinningar eru bældar niður

  • Þegar kynhvötin er bæld niður

  • Ósamræmi milli andlegs og holdlegs líkama

R.H.

 

Sjúkdómar eru eðlilegar afleiðingar óeðlilegs ástands líkamans. 

  • b-facebook
bottom of page