top of page

Meðferðir

Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð

(CranioSacral Therapy)

 

Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð fer í flestum tilvikum fram með þeim hætti að þiggjandinn liggur fullklæddur á bekk. Meðferðaraðilinn byrjar á að greina hreyfinguna í mænuvökvanum með því að þreifa eftir henni á nokkrum stöðum á líkamanum. Þannig má finna hvar spenna liggur sem hindrar hreyfinguna. Meðferðin er síðan fólgin í því a nota ákveðna tækni og létta snertingu til að losa um spennuna í bandvefnum og himnukerfi miðtaugakerfisins, ásamt því að liðka til fyrir hreyfingu höfuðbeina og spjaldhryggjar. Yfirleitt er notaður mjög léttur þrýstingur eða tog. Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er mjög mild meðferð sem þrátt fyrir litið inngrip hefur mjög djúp áhrif. Þessi milda aðferð, og það að líkami þiggjandans ræður alltaf ferðinni, tryggir að þetta er mjög öruggt og hættulaust meðferðarform.


Algengt er að þessi meðferð taki um klukkustund í senn en það er mjög misjafnt eftir einstaklingum hve oft þarf að koma. Langflestir finna fyrir verulega bættri líðan eftir fyrstu 1-3 skiptin. Mjög margir hafa gert þessa meðferð að reglubundum þætti í sinni heilsueflingu.  

Styrkur meðferðarinnar er að hún vinnur með líkamanum og eykur eigin getu hans til að efla starfsemi miðtaugakerfisins. Hún minnkar einnig neikvæðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur viðnám gegn sjúkdómum.

Einnig felst meðhöndlunin í að losa um spennu, samgróninga, bólgur og aðrar hindranir hvar sem er í líkamanum.Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð  hefur m.a. reynst árangursrík við eftirfarandi:

 

  •         Mígreni

  •         Krónískir háls og bakverkir

  •         Heila- og mænuskaðar

  •         Örðugleikar í stjórnun hreyfinga

  •         Streita og streitutengd vandamál

  •         Kjálka- og bitvandamál

  •         Hryggskekkja

  •         Síþreyta

  •         Taugavandamál

  •         Námsörðugleikar

  •         Ofvirkni

  •         Vefjagikt

  •         Áfallsröskun

  •         Vandamál í ónæmiskerfinu

  •         Vefjavandamál eftir skurðaðgerð

  •         Vanlíðan ungbarna

 

Ég nota höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð bæði sem sér meðferð og líka stundum í sambandi við heilun og orkuvinnu.

  • b-facebook
bottom of page