



Greinar
Óhefðbundnar meðferðir
Það sem nú til dags eru kallaðar óhefðbundnar meðferðir eru flestar gamlar hefðbundnar meðferðir, stundum fleiri þúsund ára gamlar, þar á meðal hefðbundin kínversk læknavísindi. En á vesturlöndum er þetta orðið að óhefðbundnum meðferðum miðað við nútímaleg vesturlensk læknavísindi. En það eru líka til fleiri óhefðbundnar meðferðir sem eru yngri og það er mikil þróun í gangi á mörgum sviðum.
Hefðbundin vesturlensk læknavísindi viðurkenna ekki að það sé til eitthvað sem heitir andlegur líkami. Það hefur verið vitað í fleiri þúsund ár útum allan heim að líkaminn er ekki bara það sem við öllum sjáum, heldur er líka til andlegur líkami sem er í kringum þann holdlega. Í dag getur maður mælt þetta svið sem er í kringum okkur og maður getur líka tekið ljósmyndir af árunni, eins og það heitir. Það hefur alltaf verið til fólk sem hefur skynjað og séð áruna. Nú hefur það líka verið vísindalega sannað að hún sé til. Það hefur líka lengi verið vitað að til eru orkustöðvar og orkubrautir í líkamanum. Til að líkaminn geti starfað eðlilega þarf allt þetta vera í lagi.
Sameiginlegt með öllum óhefðbundnum meðferðum, er að maður er að hjálpa líkama þiggjandans að lækna sjálfan sig og styrkja ónæmiskerfið. Maður sér líka líkamann (bæði þann holdlega og þann andlega) sem eina heild. Maður er ekki bara að einbeita sér að einkennum eða afleiðingum sjúkdóma, heldur er maður að reyna að komast að orsök vandamálsins. Það er því miður allt of algengt að hefðbundnir læknar lækna einkennin með lyfjum en athuga ekki hvað olli sjúkdómnum.
Líkaminn býr yfir ótrúlegri hæfni til að verjast sjúkdómum. Þegar maður notar lyf (önnur en náttúruleg lyf) raskast hæfni líkamans til að standa á móti sjúkdómum. Það þýðir oft að maður þarf að taka ennþá fleiri lyf, vegna þess að ónæmiskerfi líkamans getur ekki starfað eðlilega. Langtíma lyfjameðferð ætti að vera það síðasta sem beitt er og aðeins þegar ekkert annað hefur hjálpað. Því miður er það oftast það fyrsta sem hefðbundnir læknar gefa sjúklingum sínum. Lyf geta stundum verið lífsnauðsynleg, en geta líka valdið miklum skaða. Maður á samt aldrei að hætta að nota lyfin sín án samráðs við lækni.
Það er langbest að fara í óhefðbundna meðferð þegar maður er nokkuð heilbrigður. Það getur komið í veg fyrir að maður veikist. Þá verður líkaminn sterkari og getur betur staðist sjúkdóma. Flestar óhefðbundnar meðferðir eru líka mjög slakandi. Slökunin er eitthvað sem maður getur fundið strax, þó að hinir kostir meðferðarinnar komi ekki strax í ljós.
R.H.
