top of page

Meðferðir

Slökunarnudd

 

Slökunarnudd er létt nuddmeðferð, sem hefur mikil áhrif á líkama og sál. Segja má að nuddað sé inn í sálina. 

Þetta er heildarnudd, þar sem allur líkaminn er nuddaður frá höfði til fóta. 
Nuddþeginn afklæðist og leggst á nuddbekkinn, undir lök eða handklæði. Lakið eða handklæðið er tekið frá því svæði sem nuddað er í hvert skipti.
Það eru notaðar nuddolíur/ilmolíur.

 

Í slökunarnuddi er mikilvægt að nuddarinn einbeiti sér að nuddþeganum, sem hann er að fá til að slaka á. Þess vegna er venjulega ekki talað þegar nuddið stendur yfir, en nuddþegi getur að sjálfsögðu gefið smá vísbendingar, ef honum finnst nuddið of laust eða of fast. Þetta er spurning um að bæði gefa og taka á móti. Og það gildir bæði fyrir þann sem nuddar og þann sem er nuddaður. 

 

Þegar ég gef slökunarnudd, þá bið ég alltaf um að fá senda prönu (lífsorku) til nuddþegans. Þetta þýðir að maður fær heilunsamtímis. 

Hægt er að fá slökunarnudd í eina klukkustund eða eina og hálfa klukkustund.

  • b-facebook
bottom of page