top of page

Greinar

Lífræn ræktun og óhefðbundnar meðferðir  


Lífræn ræktun byggir á fullkomnu jafnvægi í náttúrunni. Bóndinn ber virðingu fyrir jörðinni og notar ekki tilbúinn áburð, skordýraeitur, eitruð jurtalyf eða verksmiðjuframleidd hormónalyf. Í staðinn notar hann lífrænan safnhaugaáburð og náttúruleg jurtalyf sem gefa jarðveginum aukna næringu. 

Alveg eins og óhefðbundnar meðferðir byggjast á að hjálpa líkamanum að lækna sig sjálfur á náttúrlegan hátt, byggist lífræn ræktun á að notfæra sér það ferli sem á sér stað í náttúrunni. Í stað þess að nota tilbúinn áburð, skordýra- eða annan eitur, gerir maður allt til að jarðvegslífverur og gerlar þrífist í jarðveginum. Þeir hjálpa til við að framleiða þau næringarefni sem til þarf á hverjum tíma.  

 

Jarðvegur sem hefur verið ræktaður með tilbúnum áburði og eiturefnum í mörg ár er líflaus. Jarðvegslífverur og gerlar eru horfnar og þar með verður það sem ræktað er viðkvæmara fyrir sjúkdómum. Maður getur sagt að ónæmiskerfi þeirra veikist. Samsvarandi á sér stað í líkama sem er haldið í gangi með lyfjum, þó að “jarðvegurinn” sé ekki í lagi.  

 

Lífræn ræktun og svokallaðar óhefðbundnar meðferðir er það sem notað hefur verið í gegnum aldirnar. Maðurinn þekkti ekki annað. Manninum fannst það vera stór bylting í landbúnaði, þegar hann komst að því að það væri hægt að auka framleiðsluna með því að nota tilbúinn áburð og skordýraeitur. Á sama hátt var það talin vera mikil framför að geta haldið sjúkdómum niðri með lyfjum. Í lífrænni ræktun hefur það sýnt sig að maður getur ræktað án notkunar á tilbúnum áburði og skordýraeitri með góðum árangri. Það hefur sannað sig meira og meira. Lengi var horft á lífræna ræktun sem einhverja óskhyggju sem ekki væri hægt að notfæra sér í landbúnaðariðnaði.  

 

Á sama hátt halda margir í dag að maður geti ekki bjargað sér án lyfja. Þetta er blekking sem læknavísindin og lyfjafyrirtækin ýta undir. Það er ekki þar með sagt að maður eigi ekki að nota lyf sem geta bjargað mönnum frá þjáningum og stundum frá dauða. En maður getur ekki endalaust hundsað þá staðreynd að það eru til margar aðferðir sem geta komið í veg fyrir að við veikjumst og þurfum á lyfjum að halda.  

 

Sem betur fer eru það sífellt fleiri sem taka sjálfir ábyrgð á heilbrigði sínu og bíða ekki bara eftir að aðrir komi með skyndilausnir.   

 

R.H.

   

Lifum eiturlausu lífi!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • b-facebook
bottom of page